Fordómalaus framtíð

Í málefnum útlendinga er afstaðan mín mjög skýr, en hún er sú að virða beri alla þá er hingað til lands koma óviðkomandi trúarbrögðum eða litarhætti og gæta skal þess að þetta fólk njóti allra almennra réttinda sem og aðrir borgarar þessa lands.  Gæta þarf þess þó að þar sem við erum lítil þjóð og höfum ekki sama mátt sem stærri þjóðir hafa til að taka á móti fólki sem er að flýja fátækt og stríðshörmungar þjóða sinna, er rétt að við setjum okkur reglur um hvernig taka skuli á móti fólkinu og í hvaða mæli.  Það er hvorki flóttamönnum eða íslendingum til góðs að taka á móti svo miklum fjölda fólks að velferðakerfi landsins láti undan síga.  Íslendingar eiga frekar að beita sér af alefli á alþjóðavettvangi að leysa deilur milli þjóða og styrkja alþjóða hjálparstofnanir svo fólk geti lifað mannsæmandi lífi í heimalöndum sínum.  Ég undrast orð óábyrgra stjórnmálamanna sem ekki gera sér grein fyrir þeim vanda er þjóðir heims standa frammi fyrir í dag vegna flóttamanna og að kalla þá er vilja hlutlausar umræður um þessi mál rasista er skömm fyrir þann er lætur þau orð frá sér fara.  Það er engin niðurlæging í að fólk geri grein fyrir sér þegar komið er til landsins þetta verða íslendingar að gera á ferðum sínum til annara landa.

Ég kalla eftir fordómalausri umræðu um þessi mál.

og því var sú ákvörðun tekin

Í gegnum árahundruðin sóttu Íslendingar lifibrauð sitt til sjávar og var sjávarútvegur ásamt landbúnaði það sem hélt lífi í þessari þjóð í aldaraðir.

Það var svo um miðja síðustu öld að íslendingar gerðu sér grein fyrir að vernda þyrfti fiskistofnanna svo ekki yrði um ofveiði að ræða og illa færi.

Var þá ákveðið að færa út landhelgina, og í óþökk annara þjóða, tókst okkur í nokkrum áföngum að koma fiskveiðilögsögu okkar út í 200 mílur.

En þrátt fyrir þennan stóra áfanga fannst okkur ekki nóg að gert og því var sú ákvörðun tekin að setja á fiskveiðikvóta, kvóta til verndunar fiskistofnunum og byggðarjöfnunnar.

Í þessum efnum voru íslendingar í farabroddi allra þjóða og til fyrirmyndar.

Í byrjun gekk allt vel en síðan fóru að gerast undarlegir hlutir í krafti spilltra stjórnvalda varð kvótinn að einkaeign hinna svokölluðu sægreifa sem nú gátu eignað sér ófiskaðann fiskin í sjónum og selt hann á okurverði til þeirra er fiska vilja.

Hvernig gat þetta gerst undrast þjóðin. Og hvers eiga sjávarútvegsplássin um landið allt að gjalda.

Það er skýlaus krafa að fiskveiðiheimildinar verði aftur eign þjóðarinnar og berjast skal fyrir að sá réttur verði aftur þjóðareign.

Ég vona og trúi því að íslendingar beri gæfu til að fella núverandi ríkisstjórn og skapa nýja stjórn er tekur fast á þessum málum.


Hver stal trjánum???

Núna á ég ekki orð!  Hvað er verið að gera á Þingvöllum? Búið er að fella nokkur há og falleg barrtré við brúnna.  Þegar að vinur minn sem tók eftir þessu og smellti mynd af hroðaverkinu til að bera saman við aðra mynd sem hann á tekin 1. janúar í ár og sýndi mér brá ég mikið og til að byrja með vildi ég ekki trúa þessu.  Þessi vinur minn granslaðist eftir hvað væri í gangi og hafði hann samband við Þingvallanefnd og þar voru svörin þau að fella ætti öll barrtré innan þjóðgarðsins á Þingvöllum á nokkrum árum svo að allmenningur yrði ekki mikið var við þessar breytingar.  Önnur svör voru ekki gefin! 

Hvað er verið að gera hérna?  Nú krefst ég að ítarlegri svör verða gefin og að formaður nefndarinnar tjái hvers vegna þetta hefur verið leyft og á hvaða forsendum?

Við krefjumst svara STRAX!

fyrir  eftir


...nú skín sólin!

jæja, kominn í loftið loksins. Ég hlakka til í að sjá hversu áhugasamur ég verð í að tjá skoðanir mínar og hugmyndir hérna í henni Blogg-veröld.  En sólin skín svo sannarlega hjá mér enda á ég nokkurn veginn einkaleyfi á henni (þeir skilja sem skiljaHappy)

Svo er það bara að dæla inn "bloggum" á næstu dögum. Þangað til segi ég bara ...stay tuned for some more news!  Adjö.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband